- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
240

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

240

TJM STURLUNGU.

verið jafnskyldir Guðmundi dýra og Ögmundi sneis.1 Ef tilgátan
er rjett, má hugsa sjer tvent. Annaðhvort hefur Forni
Sökkólfs-son faðir Arnþrúðar verið hálfbróðir Ögmundar þannig, að Helga
móðir Ögmundar (Sturl.1 J, 108. bls. 21, 88. bls.) hefur líka
verið móðir Forna, enn þá væri Arnþrúðr varla skyld Guðmundi
Arasyni nema mein haíi verið á sambúð þeirra Helgu og
|>or-varðs, föður Ögmundar; eða Vigdis móðir Arnþrúðar hefur verið
hálfsystir þeirra beggja, Guðmundar og Ögmundar, samfeðra
Guðmundi enn sammæðra Ögmundi, enn þá er ekki heldur
lík-legt, að nákominn skyldleiki haíi verið milli Arnþrúðar og
Guð-mundar xirasonar. Enn hvernig sem þessu er varið, þá er það
víst, að Arnþrúðr var náskyld Guðmundi dýra, og er liklegt, að
hún hafi verið af ætt Fornunga. Húu átti einnig bústað i
Svarf-aðardal, eins og þeir fleiri frændur. Arnþrúðr var tvígift. Hafði
liún fyrst verið gefin manni þeim, sem Snorri hjet, og vóru
þeirra synir forsteinn og Snorri, sem drepnir vóru í Laufási.
Enn Snorri, maður Arnþrúðar, var veginn, þegar þau höfðu
stutta stund saman verið. Síðar átti hana Eyjólfr, og vóru þeir
Klængr og Brandr synir þeirra. Eyjólfr varð eigi heldur
lang-lifur, og mun hann hafa dáið litlu áður, enn Guðmundr Arason
rjeðst til frændkonu sinnar Arnþrúðar að Völlum í Svarfaðardal
árið 1190 (Sturl.1 í, 182. bls. 21, 107. bls. Bisk. 1, 437. bls.).
og er þá sagt, að syuir hennar og Eyjólfs hafi verið ungir, og
kallaði Brandr biskup þá eigi færa um, að taka við staðnum, og
bygði hann pórsteini praslaugarsyni (Sturl.11, 185. bls. 2 I, 172.
bls.). Samt virðist Arnþrúðr hafa búið á Völlum nokkur ár
ásamt pórsteini. Brands Arnþrúðarsonar er getið, þar sem segir
frá hrakningum Guðmundar hins góða, frænda hans, á
Heljar-dalsheiði, og virðist hann þá hafa verið orðinn nokkuð stálpaður
og átt lieima á Völlum hjá móður sinni. J>etta var árið 1192
(Bisk. I, 443. bls.). Enn síðan var Arnþrúðr flæmd frá
staðn-um, og fór þá að Sökku í Svarfaðardal, og þar bjó hún, þega’’

hann frændi Önundar þorkelssonar á Laugalandi, og áttu þeir
goö-orð saman (Sturl.1 I, 133. bls. 2 I, 129. bls.). Verið getur og, að
þeir Önundr og Einarr hafi líka átt kyn sitt að rekja til
Guð-mundar rika, því að frændsemi virðisl hafa verið með þeim
Guð-mundi dýra og Önundi, þó að um þá megi segja, að >frændur væru
frændum verstir. (Sturl.1 I, 145. bls. 2 I, 141. bls.).

1 Sturl.1 I, 182. bls. 21, 107. bls. Bisk. I, 437. Sbr. Sturl.1 I,
185-bls. 2I, 172. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free