- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
227

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STCJRLUNGU.

227

viðaukinn í 39. kap. (Bisk. I, 470. bls.) nokkuð öðruvísi frá
biskupskosningunni á Völlum Ægidiusmessu 1201, enn
prest-sagan segir siðar.1 Viðaukinn segir, að Kolbeinn hafi ráðið
mestu um biskupskosninguna og að flestir hafi vikið til hans
úr-skurðar,2 enn prestsagan lætur Kolbein sjálfan segja svo frá, að
hann hafi látið sjer standa á sama, hvor þeirra tveggja, sem
í kjöri vóru, yrði kosinn, enn að Hjálmr Ásbjarnarson og Hafr
Brandsson hafi þá sagt afdráttarlaust, að þeir vildu heldur kjósa
Guðmund enn Magnús Gizurarson.3 í viðaukanum í 44. kap.
hefur sá, sem jók þessu inn í söguna, slept lítilli grein, sem
stendur í íslendinga sögu og segir, að biskupsefni hafi sent sína
roenn austur til Svínafells, jafnframt því, er Kolbeinn sendi, og
er það auðskilið, hvernig á þessu stendur; í prestsögunni er síðar
sagt frá orðsendingu biskupsefnis,4 og því hefur sá, sem skaut
Þessu inn, álitið það óþarft, að segja frá því í viðaukanum. Enn
af þessu leiðir, að nokkur mótsögn verður milli viðaukans og
prestsögunnar, því að eftir viðaukanum er það Kolbeinn, sem
ræður þau Sigurð Ormsson og fóríði til staðarforráða með
bisk-upsefni, eun eftir prestsögunni er það Guðmundr sjálfur.5 Af
þessum ástæðum er ljóst, að allir þessir viðaukar eru ekki
upp-haflegir í prestsögunni, enda stingur orðfæri þeirra í stúf við
tana, eins og Guðbrandur Vigfússon hefur tekið fram. pá vantar
Mka alla i »miðsöguna« (657, 40)6 og í prestsöguna eins og hún
er í Sturlungu, og er miðsagan og prestsaga Sturlungu að því

1 Bisk. I, 474. bls.

’ íslendinga saga er hjer nokkuð fáorðari enn viðaukinn, enn að
efn-inu alveg samhljóða honum.

3 Prásögnin er hjer vafalaust nákvæmari og rjettari í
Guðmundar-sögu enn í íslendinga sögu, enn þó hafa þeir Hafr og Hjálmr varla
lialdið öðru fram á fundinum, enn því, sem þeir vissu, að Kolbeini
var geðfelt, svo að alt kemur í sama stað niður.

4 Bisk. I, 478. bls.

5 íslendinga saga hefur hjerbersýnilega rjett að mæla, enda er hún ekki
i neinni mótsögn við prestsögu Lambkárs, ef viðaukinn er feldur
úr prestsögunni.

6 þetta er að vísu ekki mikið að marka, þvf að líklegt er, að
»mið-sagan» hafi haft viðauka þessa fyrir sjer í frumriti því, er bæði
hún og Resensbók er runnin frá, enn slept þeim, af því að
höf-undur hennar áleit viðaukana efninu óviðkomandi. þetta mun verða
ljóst, þegar vjer tökum fyrir að bera saman biskupssöguna og
Sturlungu, því að þar hefur »miðsagan« farið alveg eins að.

15*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0237.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free