- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
210

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

210

TJM STURLUNGU.

Af ýmsum orðum í sögunui virðist mega ráða, að höf. hafi
verið prestur eða fengið prestlega mentun. Hin fagra dæmisaga
Ketils prests — síðar biskups — þorsteinssonar er mjög
kenni-mannlega framsett.1 Höf. er nákunnugur biskupskosningum
fyr og síðar.2 Einkum eru þó ræður forláks biskups
Eunólfs-sonar, sem hann talar til Hafliða- á alþingi 1121, eftirtektaverðar
í þessu efni. Fyrri ræðan er um helgi Jóns skírara og er
ein-hver prjedikunarblær á henni,3 enn í síðari ræðunni lýsir sjer
talsverður klerklegur lærdómur; þar segir |>orlákr, að guð hafi
gefið Pjetri postula vald til að binda og leysa alt á jörðu og
himni, enn Pjetur hafi gefið Clemens páfa, og siðan hafi hver
páfi af öðrum tekið það veldi; Özurr erkibiskup í Lundi haíi
fengið það hjá þeim páfa, sem hann vígði, enn Özurr hafi aftur
gefið sjer það.4 Hjer er Clemens páfi (hinn rómverski og fyrsti
með því nafni) talinn fyrstur Rómaborgarbiskupa, næstur Pjetri
postula, eins og Tertullianus telur og flestir hinir latínsku
höf-undar kaþólsku kirkjunnar á síðari öldum; aftur á móti telur
Eusebius og aðrir grískir höfundar Linus og Anacletus eða Cletus
á milli Pjeturs og Clemens.5 íslenzkir annálar, þeir sem
kall-aðir eru »hinir elztu« (Annales vetustissimi), eru í þessu
sam-hljóða forgils sögu og Hafliða, þvi að þeir segja, að Clemens hafi
orðið páfi sama ár og þeir vóru píndir postularnir, Pjetur og
Páll,8 enn konungsannáll og Flateyjarannáll fylgja páfatali
Euseb-iusar.7 J>essi ræða forláks biskups ber það því ljóslega með sjer,
að hún, og þar með öll sagan, er færð í letur af lærðum manni
enn eigi leikum.

Höfundurinn hefur haft mætur á forneskjusögum, enn trúir
þó ekki á sögulegan sannleika þeirra.8 Sömuleiðis hefur hann haft
trú á draumum.9 Frásögnin er alstaðar ljós og gagnorð, enn þó
svo nákvæm og greinileg, að það er auðsjeð, að höf. hefur haft

1 Sturl.1 I, 44.-45. bls. 3 1, 36.-37. bls.

1 Sturl.1 I, 33. og 45. bls. ’ I, 27. og 37. bls.

3 Sturl.1 I, 36., 37. bls. 21. 30. bls.

Sturl.1 I, 43. bls. 21, 35. bls.

6 G. Meusel: Kirchliches Handlexicon, undir Clemens Romanus.

6 Isl. Annaler ved Gustav Storm, Kna 1888. bls. 34. a.

7 S. st. bls. 82. b. Flateyjarbók III, 480. bls.

8 Sturl.* I, 23. bls. 2 I, 19. bls.

9 Sturl.1 SO. bls. 21, 25. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0220.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free