- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
186

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

186

SK.ÚLI LANDFÓGETI ÍIAGNÚSSON.

kveða upp úr með það, því svo voru menn á valdi
kaup-manna, og geta þeir, er nokkuð þekkja til islenzkrar verzlunar
nú á tímum, gert sér það í hugariund. Kaupmenn hðfðu töglin
og hagldirnar og léku menn opt sárt, og var lítt gerð gangskör
að þvi að fá umbætur á þessu. Alþýða manna var of vesöl og
uppburðarlítil og embættismenn of makráðir til að rísa upp gegn
kúguninni. pegar Skúli tók að íhuga þetta mál, sá hann skjótt,
að svo framarlega sem kaupmönnum óhindrað héidist uppi að
misbjóða alþýðu manna eins og þeir höfðu gert að undanförnu,
mætti aidrei vænta þess að verzlun ísiands kæmist i viðunanlegt
horf. En að Skúli komst á þessa skoðun, var hið sama sem að
hann tæki málið að sér og berðist fyrir þvi í lífinu, því það var
eigi vandi baus að láta þau mál liggja niðri, er honum þóttu
mikilsvarðaudi. Tók hann nú eptir þetta að leggja kaupmenn í
einelti og ofsækja þá á allar lundir, ef það mætti verða til þess
að þeir bættu ráð sitt. I fyrstu mun honum þó víst varla liafa
komið til hugar að umsteypa með öllu einokunarverzluninni,
heldur aðeins leggja nokkur bönd á kaupmenn og fá nokkrar
breytingar á verzlunarskilmálanum, er hann hugði að mætti
verða íslenzkri alþýðu til léttis. Leið og beið langur tími áður
hann kæmist að fastri niðurstöðu i þessu efni, og var það fyrst
optir að hann í nokkur ár hafði barizt fyrir stofnununum, að
hann gekk úr skugga um, að eigi nægðu smáumbætur, og að
eigi gæti verið um framfarir og velmegun að ræða, fyrri en
öll-um gömlum kreddum og kenningum í því efni væri varpað fyrir
borð og verzlunin gefin frjáls, og helzt þannig fyrir komið, að
landsmenn sjálfir sem mest mættu taka þátt í henni. Sat hann
sig héðau af aldrei úr færi til að ná sér niðri á kaupmönnum og
»gera þeim helviti heítt« sem menn segja, og benda stjórninni
á galla þá, er á voru verzluninni. Skrifaði hann um þetta efni
fjölda mörg bréf og ritgerðir, er eigi munu hafa átt lítinn þátt
í því, að vekja athygli á málinu, og að stjórnin að lokum tók
það til verulegrar rannsóknar. J>egar verzlunarfrelsistilskipunin
kom til íslands 1787, mátti hann því vel sigri’ hrósa, þótt eigi
væri hún alveg að skapi hans, því enginn hafði barizt jafn
ötiil-lega fyrir málinu sem hann, og hvað meira er, því nær enginn
hafði barizt fyrir því nema hann. Get eg mér þess til, að
fregnin um þessi úrslit málsins hafi eins og brugðið sólglitri yfir
hið mæðusama og baráttufulla líf hans um þessar mundir og
verið honum til nokkurrar fróunar í sorgum hans og andstreymi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0196.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free