- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
169

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON.

169

eins og hann var meðan hann stóð í blóma lífsins og eigi vildi
víkja fyrir neinum. f>egar Bjarni Pálsson andaðist (1779) var
svo illa ástatt í búi hans, að Skúli lét gera það að þrotabúi og
og tók að sér að annast skuldalúkningu. Nú drógust skiptin á
búinu ár frá ári án þess nokkuð væri að gert, og var ekki fyrri
en 1787 skipaður skiptaráðandi. f>að var Steindór sýslumaður
Pinnsson. |>ótti nú líklegt, að eigi mundi langt að bíða úrslita
á málinu, en þar skjátlaðist mönnum, því árið 1792 var búið
enn eigi gert upp. Áttu þeir Skúli og Steindór í eilífu þrefi og
deilum út úr skiptunum. Skúli bar sýslumanni á brýn, að hann
ekkert gerði í málinu og að hann 2 fyrstu áriii aðeins hefði
skrifað eina auglýsingu um skiptin og lesið upp í lögréttu og
látið þar við sitja, en samkvæmt boði stiptamtmanns átti búið
að vera gert upp innan hálfs árs. Enn fremur bar Skúli það
fram, að sýslumaður eptir að hann loks 31. ágúst 1791 kom að
Nesi tii að gera út um málið, eigi hefði tekið sér neitt fyrir
hendur, en setið þar aðgerðalaus og biðið eptir skuldalýsingum.
Steindór aptur á móti kvað landfógeta einan eiga sök á
drættin-um, því hann hefði aldrei fengizt til að mæta fyrir
skiptaréttin-um, þótt hann hvað eptir annað væri til kallaður, og hefði eigi
viljað gefa neinar upplýsingar um ástæður búsins eða fjármuni
þá, er hjá honurn voru, en fyrri en hann geri það, sé ómögulegt
að sjá hvernig reikningar búsins standi. Bæði Steindór og
stipt-amtmaður gerðu hverja atrennuna á fætur annari til að ná í
reikninga og skjöl búsins hjá Skúla, en það kom allt fyrir ekki.
Loks var höfðað mál á móti honum eptir boði stjórnarinnar, og
dæmdi Sigurður sýslumaður Pétursson hann til að standa skil á
munum búsins (1792) og nam upphæð sú, er hann átti að gjalda,
1133 dölum.1 Steindór stefndi málinu til alþingis um sumarið,
en þeir mættu hvorugur Skúli né Sigurður. Árið eptir var það
tekið fyrir á alþingi á ný og mætti þar Vigfús sýslumaður
pór-arinsson fyrir hönd Skúla, en Sigurður boðaði forföll. Stefndu
þeir þar hvor öðrum Skúli og Steindór. Skúli fór fram á, að
Steindóri væri dæmt skylt að standa ábyrgð á öllum þeim
óinn-kölluðu skuldum, er búinu kynnu að bregðast fyrir sakir
ódugn-aðar hans, og svara bótum fyrir embættisvanrækslu.
Stein-dór aptur á móti sneri öllu upp á Skúla og krafðist þess, að
honum væru dæmdar ríflegar sektir fyrir allt framferði hans í

1 Sjá hér að framan bls. 154.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0179.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free