- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
164

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 164

svo, að Jón átti bágt með að standa í skilum með afgjaldið af
umboðinu og s^^slunni og söfnuðust fyrir bjá lionum skuldir
miklar til konungs. Bætti það lieldur eigi um, að auk þess sem
þau hjón voru mjög góðgerðasöm og hjálpuðu óspart voluðum
og bágstöddum í harðindum þeim, er um þessar mundir gengu
yfir landið, var Jón alldrykkfelldur og óreglusamur. fótti Ólafi
amtmanni Stephensen loks nóg um skuldirnar og tók að líta
eftir reikningum hans. Stóð hann 1786 í 2264 rd. 58 sk. skuld
við konung fyrir eptirgjald af umboðinu og sýslunni. Auk þess
höfðu honum verið lagðir 790 rd. 32 sk. af dánarbúi Jóns
Arna-sonar sem ofanálag á umboðið og i innstæðufé 70 dalir, en hann
gat eigi staðið í skilum með þetta fé nó heldur gert neina grein
fyrir þvi. Varð því skuldaupphæðin alls 3126 rd. 90 sk. Hér
á ofan varð Ólafur amtmaður þess var, að margar af jörðum
um-boðsins voru niðurniddar og komnar i órækt sökum þess, hve
illa og óduglega sýslumaður stjóruaði umboðinu, og var fast að
því komið að sumar af jörðunum legðust í evði. |>ó kom þetta
meðfram til af ótíð og eldgosum. £>egar Ólafur sá hve miklar
skuldirnar voru, lét hann virða eigur sýslumanns og voru þær
alls virtar á 1778 rd. 72 sk., en eigi þótti líklegt að þær mundu
seljast fyrir öllu meira en 1000 dali.

pegar hér var komið sögunni leitaði Jóu f’ulltingis hjá
tengdaföður sínum. Fjárhagur Skúla sjálfs var í óstaudi um
þessar mundir, svo hann átti ekki hægt með að hjálpa Jóni með
fjárframlögum. Aptur á móti leitaðist hann við að bjarga
hon-um á annan hátt. £>að var ein af skyldum landfógeta að færa
umboðs- og klausturreikningana og heimta inn gjöld öll til
kon-ungs. Gekk því Levetzow stiptamtmaður að Skúla og vildi fá
að sjá skuldalista Jóns, en landfógeti neitaði og eigi vildi hann
heldur láta uppskátt við stiptamtmann, hversu mikil
skuldaupp-hæðin væri. Gerði Levetzow þrjár atrennur að ná
reikningun-um, en landfógeti sat fast við sinn keip. Er auðvitað að Skúli
hefur gert þetta til að draga tímann, svo hann fengi búið um
reikninga tengdasonar sins eptir þvi sem honum sjálfum sýndist.
Stiptamtmaður var heldur eigi í vafa um, hver tilgangur Skúla
var, og segir hann í bréfi til stjórnarinnar, að landfógeti geri
þetta auðsjáanlega til þess að neyða sig til að skrifa stjórninui
og fá skipun hennar um að láta af hendi reikningana, og muni
við það málið dragast um eins árs tíma. »óg«, bætir hann við,
»þótt stjórnin vandi um við hann fyrir þetta, þá bregður honum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0174.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free