- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
156

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

156 SK.ÚLI LANDFÓÖETI MAGNÚSSON.

getað komið sér til þess að hrekja Skúla nauðugan úr
embætt-inu; var honura það þó innan handar, því stjórnin fór í öllu að
vilja hans hvað mál þeirra Skúla snerti. Hinn 15. sept. 1792
skriíar stjórnin Ólafi og samþykkist honum í að leggja hapt á
eigur landfógeta þar til séð verði, hvort fjárskortur sé hjá
hon-um eða eigi. Annars segir hún að það sé undir stiptamtmanni
komið, hvort Skúla skuli leyft að þjóna embættinu lengur eða
eigi, þvi svo framarlega sem hann geti sannað, að landfógeti
fyrir elli sakir og lasleika eigi sé fær um að rækja skyldur sinar,
þá skuli hann án tafar leystur frá embættinu.1

Ólafur hafði nú einmitt þetta sama sumar gert tilraun tii
þess að sanna, að landfógeti eigi rækti skyldur sínar svo sem
honum bæri. Hafði hann á manntalsþingum i Gullbringu- og
Kjósarsýslu boðið sýslumanni að grennslast eptir, hvernig
em-bættisfærslu landfógeta væri varið. Átti sýslumaður að leita
þingvitna um eptirfylgjandi 6 atriði, er öll lágu fyrir innan
verkahring landfógeta: 1. Í hverju ástandi konungsgózið sé í
þingsókninni bæði að rækt og byggingu og hvort nokkrar eður
hve margar af konungsjörðum liggi í eyði; 2. Hvernig gætt
sé laga og réttar; 3. Hvort vegir gangi úr sér eða séu bættir;
4. Hversu eptirlitið sé með sveitalimum og fátæklingum; 5. Hvort
nokkrir lausamenn eður umrenningar séu í þingsókninni, og 6.
Hvort nokkur reki eða hafi rekið á undanförnum árum óleyfilega
vezlun. Hugðist Ólafur með þessu móti að fá komið Skúla fyrir
kattarnef og neyða hann til að segja af sér. En honum varð
ekki kápan úr því klæðinu. Óll þingvitnin féllu Skúla í vil.
Bar þar öllum saman um að jarðir væru í allgóðu standi og
ræktaðar eptir mætti, að laga og réttar væri gætt vel og
sam-vizkusamlega, að vegirnir væru þolanlegir og vegabætur gerðar
eptir megni, að engu væri ábótavant hvað fátækrastjórn snerti
og að landfógeti haíi haft strangar gætur á að eigi væri rekin
óleyfileg verzlun. Var Skúli heldur en ekki bróðugur yiir
þess-um málalokum og skrifaði stjórninni 4. sept. 1792. Kveðst
hann eigi vera viss um að stiptamtmaður sendi þingskjölin, því
þingvitnin öll hafi gengið sér í vil, og hveðst því láta þau fylgja
með bréfinu svo stjórnin megi sjá, að hann hafi staðið vel í
stöðu sinni.2

1 Rentekammerets isl. Iíopibog 1792 No. 1020.

1 Isl. Journal 1792 No. 200.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free