- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
151

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

151

er var töluvert yngri, í fyrstu verið nokkurs konar
skjólstæð-ingur Skúla og metið hann mikils. Varð hann nokkru eptir
stofnun iðnaðarfélagsins bókfærslumaður við stofnanirnar og var
þá mjög áfram um að framkvæma allar hugmyndir landfógeta og
veitti honum öfluga fylgd. Hðfðu þeir haldið vináttu sinni eptir
að Ólafur var orðinn lögmaður, og að enn hafi eymt eptir af
henni er Ólafur skipaði amtmannsembættið, má ráða af því, að
hann bauðst til að ganga í ábyrgð fyrir peningum þeim, er
vantaði í fjárhirzlu landfógeta 1786, svo framarlega sem
stipt-amtmaður vilji láta málið falla niður. Bauðst hann einn til að
standa ábyrgð á og setja veð fyrir 700—1000 dölum. Eptir allt
þetta mætti því ætla, að vel hefði farið á með þeim eptir að
Ólafur varð stiptamtmaður. Hér að auk má færa það til, að
Ólafur var Islendingur, og er það óefað, að Skúla var þvi fremur
uppsigað við fyrirrennara hans, sem þeir allir voru erlendir
menn. Var það skoðun hans, að landsmenn mættu vel sjálfir
stýra málefnum sínum og þótti honum hálfgerð óvirðing í að
hafa hina og þessa útlenda uppskafninga til að stýra landinu.*

fegar alls þessa er gætt, má það eigi annað en vekja
und-ran vora, er vér verðum þess varir þegar eptir að Ólafur var
orðinn stiptamtmaður, að misklíð eða óvild er á milli þeirra.
Vitum vér eigi hvernig hún hefur risið í öndverðu,1 en víst er
um það, að eitthvað hefur þeim farið misjafnt á milli áður Ólafur
tók við embættinu, því að öðrum kosti mundi hann eigi hafa
kvartað yfir landfógeta á þann hátt og með þeim orðum, er hann
gerði. Ritaði hann stjórninni 20. ágúst 1790 og sagði þar meðal
annars, að ekkert af stiptamtmannsstörfunum mundi sér veita
jafn ervitt og það, að hafa gætur á fjárhirzlu konungs meðan
Skúli hefði hana undir höndum, því honum sé frábærlega lagið
að gera reikninga sina svo fiókna, að enginn botni í þeim.2 Er
svo að segja auðsætt af þessu, að Skúli hlýtur að hafa móðgað

1 Jón Espólín getnr þess (Árb. X, bls. 103) að óvildin milli Skúla

og Ólafs hafi risið af því, að Skúli átti þátt í því að Jón
Eggerts-son, er var í frændsemi við Sigríði konu Ólafs, flæktist inn í
upp-tektarmálið. Hafði Jón eíns og áður er frá sagt eigi annað upp
úr því en 30 dala sekt eða meira, og þóttist því sárt leikinn. Má
vel vera að Ólafi hafi mislíkað þetta, en varla hefur það þó orðið
þeim misklíðarefni, því eins og áður er bent á, sýndi Ölafur Skúla
vináttubragð eptir þetta.

3 Isl. Journal 1790 No. 1324.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0161.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free