- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
148

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118

SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 148

bændur í Býjaskers þingsókn á aö gjalda eigi nema 90 sk. fyrir
bverja vætt fiskjar, er þeir greiddu landskuldir sínar til
kon-ungs; segir hann að annars hafi verið siðvenja að meta
fiskvætt-ina á 1 rd. 57 sk. og hafi hann þannig haft ærið fé af
kon-ungi. Enn þyngri sakir bar hann á Jón og kærði hann meðal
annars fyrir það, að hann hefði talið smérleigur til skuldar í
reikningum sínum, er hann fyrir löngu síðan hefði veitt
mót-töku, og leitt fram þingvitni um dauða kúgilda, er enn væru á
lífi. Ber hann Jóni þannig á brýn, að hann með yfirlögðu ráði
hafi stolið af konungsfé og borið fram fölsk vottorð. Á hinn
bóginn hlífðist Skúli heldur eigi við að bera ýmsar sakir á
Levetzow, þótt þær væru hvergi nærri jafn þungar og þær, er
stiptamtmaður bar á þá feðga. Sagði Skúli blátt áfram fyrir
réttinum, að Levetzow hefði hafið málssóknina gegn þeim
feðg-um af persónulegri óvild og engu öðru. Væri það tilgangur
stiptamtmanns með öllu þessu þrasi að hrekja sig burt úr Viðey,
svo hann sjálfur mætti setjast þar að.

Hinn 7. sept. 1786 var kveðinn upp dómur í málinu og
hljóðaði hann á þá leið, að fjárhaptið skyldi ógilt og Skúli aptur
skipaður i embætti sitt. Levetzow var reiður mjög yfir þessum
málalokum og vildi eigi viðurkenna dóminn. Fór hann með
dylgjur um það, að málið mundi hafa farið á annan veg ef
dóm-arinn eigi hefði verið í venzlum við iandfógeta.2 Bauð hann
Lindahl að þjóna embættinu framvegis þrátt fyrir þetta og vildi
engin mök eiga við Skúla. En þegar Lindahl fór fram á, að
Skúli seldi af hendi embættisskjöiin, var eigi nærri því komandi
svo hann sat uppi skjalalaus og allslaus og vissi hvorki upp né
niður. Hafði hann aldrei neinn garpur verið og var sárnauðugt
að eiga i þessum stympingum. Skúli neitaði algerlega að gefa
honum nokkrar upplýsingar eða leiðbeina honum á nokkurn hátt,
og hafði Lindahl eigi hugmyud um, hvað til bragðs skyidi taka.
Levetzow margitrekaði við Skúla að láta af hendi skjölin og
bækurnar, en Skúli tók þvert fyrir það. Sat hann stöðugt við
að gera upp reikninga sína og bjóst að sýna það og sanna fyrir
stjórninni, að þeir eigi væru i óstandi. En Levetzow lét hart
mæta hörðu og hefndi sín á Skúla með því að halda fyrir
hon-um nokkrum listum og reikningsbókum, er hann nauðsynlega

1 Vigfús sýslumaður fórarinsson var kvæntur dótturdóttur land-

fógeta.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free