- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
144

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 144

legum skilríkjum, á hve miklu fé hann þurfi að halda tii
nauðsyn-legra útgjalda. Að lokum gefur stjórnin landfógeta til kynna,
að hún að vísu sjái fulla ástæðu til að beita við hann
harð-neskju, en að hún í þetta skipti ætli að láta sér nægja með
ráð-stafanir þær, er áður eru nefndar. |>ó áminnir liún hann
alvar-lega um, að beita eigi framvegis jafn miklu sjálfræði í
embættis-sökum og hann hafi gert hingaðtil og hlýðnast tafarlaust öllum
skipunum yíirboðara sinna.1 Eptir þetta var að mestu kyrrt
með þeim Skúla og Thodal, að minnsta kosti er mér eigi
kunn-ugt um að slegið hafi í verulegar deilur með þeim optar.

Eptir Thodal tók sá maður við stiptamtmannsembættinu er
Levetzow hét (stiptamtm. 1786—90). Hann var maður
dramb-látur og hrokafullur og þótti enginn sér jafnsnjall. |>að var því
engin furða þótt þeim lenti saman Skúla og honum, enda varð
svo mikil óvinátta með þeim, að þeir máttu varla hvor annan sjá.
Báðir voru einráðir og yfirgangssamir og um leið þráir í lund.
|>egar Levetzow kom til landsins leizt honum svo vel á sig í
Viðey, að hann ritaði stjórninni og fór þess á leit, að Viðey
yrði gerð að stiptamtmannssetri, en landfógeta vísað til bústaðar
á Bessastöðum. Eins og nærri má geta afsagði Skúli hreint og
beint að flytja úr Viðey og var það engin furða. Hann liafði
lagt mikið i kostnað í Viðey og komið jörðunni stórum upp með
dugnaði sinum og framtakssemi. Var stjórnin honum samdóma
í þessu og gaf stiptamtmanni til kynna, að hann yrði að sætta
sig við að sitja á Bessastöðum eins og siður var til. Reis þegar
í stað út af þessu talsverður kurr milli stiptamtmanns og Skúla.

Nokkru eptir að Levetzow var seztur í stiptamtmannssæti,
krafðist hann þess af Jóni Skúlasyni, að hann sendi sér
jarða-bókarsjóðsreikningana svo hann mætti sjá, hve mikið væri
úti-standandi af gjöldum og heirnta það inn. Sendi Jón honum 2
sundurliðaða reikninga, en er Levetzow tók að rannsaka þá
nánar, þóttist hann verða þess var að þeir væru eithvað
grun-samir og að ýmsir liðir þeirra kæmu í bága hvor við annan
innbyrðis. Tók hann nú að gruna margt um reikningsfærslu
landfógeta, en var fyrst í stað í efa um hvað gera skykli.
Skrif-aði hann stjórninni og tilkynnti henni þetta og segir þar meðal
annars, að hann »eigi í neinu megi treysta þessum óhlýðna og
óreglusama landfógeta«, og kveður sér ómögulegt að hafa nægi-

1 Sjá Rentekammerets isl. Kopibog 1775 No. 130, 140 og 182.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0154.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free