- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
140

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

140

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 140

Skúli þegar í stað frá Bessastöðum og sló tjöldum í Viðey og
hafðist við í þeim meðau á liúsabyggingunui stóð.1

Óvild Pingels jókst enn meir, er Skúli gerði bonum það til
skapraunar at fara utan að honum fornspurðum 1751. Var sú
ferð eins og áður er um getið með fram gerð í því skyni að fá
iðnaðarstofnununum komið á fót. Pingel skrifaði stjórninni í
bræði sinni, kvað landfógeta hafa farið utan í óleyfi og róði
stjórninni til að leggja eigi allt of mikinn trúnað á orð hans,
þótt hann vildi leitast við að gylla fyrirtæki þau og
nýbreyt-ingar, er hanu hefði í hyggju að koma á. Kvað hann vissara
að leita álits sins áður nokkuð frekar væri að gert í þessum
málum. Stjórnin gaf þessu bréfi amtmanns engan gaum, og má
geta nærri að honum befur eigi orðið skapléttara við það. Leit
hann allt annað en hýrum augum á Skúla er hann kom úr
utan-för sinni með gjafir í ríkulegum mæli til stofnananna og náð og
hylli stjórnarinnar þar á ofan.2

Embættisfærsla Pingels fór öll í ólagi og var í ráðum haft
að víkja honum frá embætti. Beið stjórnin þess eins, að Skú’i
fengi heiint úr höndum hans peninga konungs. Árið 1752 var
honum vikið frá og fiutti hann þá til Kaupmannahafnar og
hafð-ist þar við síðan.3 Magnús lögmaður Gislason tók við
embætt-inu eptir hann. Voru þeir Magnús og Skúli allmiklir mátar,
þekktu vel hvor til annars og báru virðingu hvor f’yrir öðrum.
Hafði Magnús tekið vel og rausnarlega undir með Skúla, er
liann hóf máls á iðnaðarstofnununum, og var þeim lengst af
öfiugur styrktarmaður. Virti Skúli þetta við hann auk annars
fieira og var honum hlýðinn í embættissökum. Magnús bar
aptur á móti lotningu fyrir dugnaði Skúla og
framkvæmdar-semi og kom alloptast fram gagnvart honum fremur sem
embættis-bróðir en yfirboðari. Embættisfærsla Skúla var um þær mundir
í hinu bezta lagi og einkis á vant. Að lokum mun þó hafa
komið kulur milli þeirra í tilefni af ofanálaginu góða, er verzl-

1 Sjá Isl. Journal 1751 No. 1450, 1480 og 1538.

a Sjá Islandsk Journal 1751 No. 1488.

3 Öndverðlega á næsta ári (1753) andaðist kona hans, meðfram af
sorg yfir þessum óförum manns hennar. Jón Grunnvikingur segir
svo frá (No. 994, 4° Á. M.): ifess ætti og að geta, að hans (o:
Pin-gels) góðfræga frú hlaul að missa sálu sina frá sér í næstliðnum
martio. Nokkrir segja, að eigi hafi minnst undir þá sundurlosun
ýtt skapraun yfir landfógeta Skúla«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0150.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free