- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
128

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 138

uninni og hefur opt þjappað hart að kaupmönnum í harðærum,
þótt þeir hinsvegar hafi stundum grætt að mun í góðu árunum.
Sem dæmi þess má tilfæra, að frá Hólminum, sem er einn af
beztu verzlunarstöðum landsins, koma stundum eigi nema 60
skíT af fiski og nokkrar byrðar af prjónlesi á ári, og að frá
Hofsósverzlun, sem er bezti sauðakaupstaður landsins, fiytjast
annað árið 800 tunnur af keti og tólk, en næsta ár eigi nema
einar 60 tunnur. Sumar af höfnunum eru og svo hættulegar,
að kaupmeun opt og tíðum missa þar bæði skip og góz, t. d.
Eyrarbakki, Bátsendar, Skagaströnd og Húsavík. Er þetta eigi
svo tilfinnanlegt þegar heilt félag á í hlut, en má vel verða til
þess að ríða einstaklingnum að fullu. 4. f>að er full ástæða til
að óttast, að enginn af kaupmönnum vilji verða til þess að sigla
á þær hafnir landsins, er eigi framleiða fisk eða ket eða aðra
vöru, sem vænta má ríflegs ágóða af. Hefur slíkt opt borið við
í harðærum. 5. Mjög örðugt muu veita að hafa eptirlit með
aðfiutninginum og er hætt við, að kaupmenn aðeins flytji þá
vöru til landsins, er þeir mega vænta mests ágóða af, en
skoll-ist við að flytja næga nauðsynjavöru. 6. Eigi má ólíklegt þykja
að kaupmenn, svo framarlega sem þeir eigi geta komið sér
saman við landsmenn, muni verða allt of uppvöðslumiklir og
misbjóða alþýðu manna, og er hætt við að örðugt muni veita að
ná rétti sínum á þeim, eigi sízt séu þeir enskir, þýzkir eðá
hol-lenzkir. 7. Við því er hætt, að kaupmenn þessir eigi muni
góðir á að veita alþýðu lán, sem þó er bráðnauðsynlegt og
óhjá-kvæmilegt í harðærum. 8. Eigi mundu kaupmenn þessir láta
eptir neina matvöru á höfnunum, er grípa mætti til ef við lægi.
9. Svo framarlega sem slægi í ófrið með Evrópuþjóðum, mætti
vænta þess, að kaupmenn frá löndum þeim, er tækju þátt í
hon-um, neyddust til að stöðva aðflutninga sína. —

í>annig er varið mótbárum Ólafs og ber þvi eigi að neita,
að sumar þeirra eru allstórvægilegar og þýðingarmiklar, en aðrar
aptur á móti rýrar og lítilsverðar. Hér er því miður eigi
tæki-færi til að athuga þær nánar og vega þær upp á móti rökum
Skúla. Síðast í skjali sínu lætur Ólafur í Ijósi álit sitt um
verzlunina. Kveðst hann vel vita, að flestir séu á því að
ein-okunarverzlun sé skaðleg og kveðst hann verða að fallast á það.
En meðan íslendingar sjálfir eigi séu færir um taka þátt í
verzl-uninni, segir hann að eigi sé ráðlegt að innleiða frjálsa verzlun,
og muni sérverzlun á einstökum höfnum reynast heppilegust..

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free