- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
88

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 88

bezt þegar komizt befur orðið hjá því að taka útlenda asna til
að veita þeim forstöðu, og hafa þeir aldrei orðið landinu til
annars en bölvunar».1 Má eigi saka félagsstjórnina um, þótt
henni mislikuðu slík ummæli.

Eptir að búið var að bola Skúla frá stjórn stofnananna,
hafði Ari fullkomlega frjálsar hendur og gafst honum nú enn
betra tækifæri til að halda fram hinum upptekna hætti sínum.
|>að sem hingaðtil hafði gert verið, nefnilega að vísa burt nokkru
af fólkinu, minnka verksvið stofnananna og spara til við þær í
ýmsum greinum, mátti allt verja frá sjónarmiði félagsins. En
félagið lét sér eigi eingöngu nægja með þetta, heldur tók til
ýmsra annara bragða, og bar framferði Ara þess ljósan vott, hver
tilgangur félagsstjórnarinnar í raun og veru var, því í öllum
sínum gerðum fylgdi Ari skipunum hennar. Tilgangur
félags-stjóranna var sá, að koma stofnununum smátt og smátt
á knén og vekja mistraust manna til þeirra, svo þeir
að lokum mættu upphefja þær að fullu og öllu án þess
alþýða manna andæfði því. Beittu þeir ýmsum klækjum
til að fá ásetningi sínum framgengt. Ari gaf eigi nema
hálf-virði fyrir ullina, en hækkaði aptur á móti verð á öllum
afurð-um stofnananna. |>að var alsiða, að fólk í grennd við
Reykja-vík léti stofnanirnar lita ull sína, band eða vaðmál, og höfðu
menn áður fyr meir goldið 14—18 skildinga á pundið, og þótti
fullborgað, en Ara þóknaðist að seíja það upp í 24 skildinga.
Einhverju sinni tók Ari sig til og fór utan með 400 stranga af
klæði, og var það bæði ólitað, óþæft og ópressað og í alla staði
smánarlega úr garði gert. Hafði hann klæðið frammi til sýnis
og sölu í Kaupmannahöfn, en fáum þótti slægur í því og fengu
stofnanirnar íllt orð á sig fyrir þessi vinnubrögð. Enn fremur
hylltist Ari til að hafa klæði þau og vaðmál, er send voru út
um land til sölu, ullarslæm, illa unnin, hálfþæfð, gisin og mikils
til of mjó. Kvörtuðu menn sáran undan þessu við kaupmenn,
en þeir svöruðu allir á einn veg: »|>etta er íslenzkur iðnaður,
þarna getið þið séð!« Tókst félaginu þannig smátt og smátt að
gera iðnaðarstofnanirnar óvinsælar meðal almennings.1

Hvað félagið ætlaði fyrir sér með þessu háttalagi, var þannig
auðsætt. Hversvegna félagið vildi afnema stofnanirnar, kann

1 Sjá No. 116 fol. á landsbókasafninu.

1 Sjá Landkommissionens Dokumenter lit. M 1—2 og lit. TT.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0098.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free