- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
49

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

49

«igi væri unnið rneira klæði en útheimtist til þarfa landsmanna.
pví næst átti hann að láta vefa svo mikið af vissum tegundum (sarser
o. fl.), sem mögulegt væri, því útlit væri til þess, að það mætti
selja með ágóða i Danmörku. Enn fremur skyldi hann annast,
að ávallt væri haldið nægilega margt fólk við stofnanirnar, en
þó eigi fyrir of hátt kaup, og sjá skyldi hann um að öll vinnan
væii rekin samvizkusamlega og án eigingirni. Hann skyldi og
á ári hverju senda stjórninni skýrslu um, hversu gengi með
hverja deild stofnananna fyrir sig, hvort þær heldur aukist eða
hrörni, og færa ástæðu fyrir því. Að lokum skyldi hann
annast, að öllu því fé, er stofnununum kynni lagt verða til
hjálpar, væri varið í þarfir þeirra og eigi til annars.

Sama ár sendi Pahl þegar yfirlit yfir ástand stofnananna
og ýtarlega skoðunargerð á húsum og áhöldum. Eptir sögusögn

hans voru hús stofnananna þe3si:
Lengd. Breidd. Metið verð.
1. íbúðarhús....... 24 ál. 13 ál. 1800 dalir.
2. Dúkvefnaðarhús .... 25 — II1/* — 1500 —
3. Töjvefnaðarhús .... 20 — 10l/« — 900 —
4. Tánings- og spunahús 17 — 71/* — 80 —
5. Geymsluhús...... 24 — 103/4 — 800 —
6. Færasnúningshús . . . 15 — 10 — 30 —
7. Smíðahús....... 11 — 8 — 30 —
8. Sútarahús....... ll1/* — 5 — 76 —
9. Beykishús....... (stærð eigi nefnd) 100 —
10. Vinnumannabústaður . 14 — 7 — 20 —
il. Eldhús......... 13 — 71/» - 1 38 —
12. Búr.......... 14 — 5Va — 1
13. Eldiviðarhús ..... 12’/» — 5l/« — 16 —
14. Hjallur ........ 11 — 5 — 20 —
15. Fjós........ IOVí — 7l/2 — 40 —
16. Hestaskemma..... 9 — 4 — 10 —
17. þófaramylnan..... 11 — 9 - 1600 —
18. Litunarhús...... 18 — ll1/! — 150 —
18. Artúnsbær 8 — 4 — 30 —

Samtals 7240 dalir.

Auk þessa áttu stofnanirnar hús við brennisteinsnámana i
Krísuvík.

Af áhöldum og peningi telur Pahl meðal annars 8 vefi, 20
mjólkurkýr, 3 kálfa, 100 ær, 70 dilka, 70 lömb, 36 hesta, einn

4

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free