- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
39

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

39

duggur sínar með nauðsynjavöru til stofnananna og enn fremur
gefið í skyn, að hlutbafendur framvegis mættu láta þær ganga
landa á milli í þarfir stofnananna, og var bágt að vita, hvað af
því kynni að leiða. Auk þess voru afurðir stofnananua
undan-skildar hinni gildandi verðlagsskrá. petta hvorttveggja, og svo
dirfska sú og sjálfstæði, er lá í því að landsmenu fóru að ráðast
í þessar n.ýjungar, æsti kaupmenn upp á móti fyrirtækinu, og
þótti þeim sem brotin væru lög á sér en þorðu þó eigi annað
fyrst í stað en bera harm sinn í hljóði, þar sem þetta var
stað-fest af konungi. En undir niðri var beim afargramt í geði.

|>au Skúli og félagsstjórnin tóku nú að semja með sér um
verð á afurðum stofnananna, og kom þeim saman um ýms atriði
en bar á milli i sumum. J>orsk og lýsi vildi félagið taka við
verði því, er Skúli nefndi til, en á síld og heilagfiski vildu þeir
eigi hafa neitt fast ákveðið verð. Félagið vildi gangast undir
að selja stofnununum skinn til sútunar, en aðeins við því verði,
er fékkst fyrir þá vöru í Kaupmannahöfn. Að því vildi Skúli
eigi ganga. Tók nú rimman óðum að harðna, félagið lét óánægju
sína yfir stofnununum í ljósi með hörðum orðum, en Skúli vildi
í engu slaka til. Félagið kvað brotin lög á sér bæði að því er
snerti verzluu og fiskiveiðar og að réttu lagi hefði enginn annar
en það leyfi til að flytja vörur milli íslands og annara landa.
Skúli kvað þetta fullkomlega satt, en kvað það vera á valdi
fé-lagsins sjálfs að afstýra því, því svo framarlega sem félagið vildi
takast á hendur að flytja erlendar vörur til stofnanna og taka
afurðir þeirra með aðgengilegum kjörum, þá mundi engum
lif-andi manni detta i hug að skerða réttindi þess á nokkurn hátt.
Féllu hér um mörg bituryrði á báðar hliðar. Loks þótti
stjórn-inni þörf að skerast í leikinn og fal hún liantzau stiptamtmanni
(stiptamtm. 1750—1768) á hendur að reyna til að koma sættum á
með Skúla og félagsstjórninni. Var Rantzau vel til þess starfs
fallinn, því hann var lipurmenni hið mesta og íslendingum
ást-fólginn mjög. Gerði hann sér mikið far um að stilla til friðar,
en það kom allt fyrir ekki. Skúli vildi eigi láta hlut sinn, því
hann sá, að hér var hvorki um meira né minna að ræða, en
tilveru stofnananna, og hann þóttist fullviss um, að hanu aldrei
mundi fá fyrirætlunum sínum framgengt, nema því að eins að
hann þegar frá byrjun sæti fast við sinn keip. Félaginu þóttu
hins vegar kostir hans harðir, sem von var, því allt til þess
tíma hafði það verið einrátt í verzlunarsökum. Skildu þeir Skúli

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free