- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
26

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

26

SK.ÚLI LiNDFÓGETI MAGNÚSSON.

óeðlilegar. Meðal hinna fyrstu orsaka má telja eldgos,
skriðu-föll, vatnahlaup og sandfok. Hinar síðari orsakir lágu dýpra og
þykir oss hlýða að skýra nokkuð nánara frá þeim.

Öllum leigujörðum, en þó einkum konungs- og stólsjörðum,
fylgdi um þær mundir fjöldi af skyldum og álögum, hinar svo
nefndu kvaðir. Var það eitt meðal annars, að þeim fylgdi öllum
rnikill innstæðupeningur, stundum svo mikili, að leiguliði varla
6á sér fært að halda sjálfur nema örfáar skepnur. Á kotum sumum
við sjávarsíðuna, er eigi höfðu grasnyt nema handa hálfri kú,
var leiguliðum gert að skyldu að fæða heila kú, og urðu þeir
þvi að kaupa utan að það er á vantaði kýrfóður. Mörgum
sjávar-jörðum, er heyrðu undir konung eða Skálholtsstól fylgdu svo
nefndir innstæðubátar, er ábúendur urðu að halda úti og róa á,
svo skip sjálfra þeirra urðu að standa uppi í nausti vertíð eptir
vertíð, því háseta var hvergi að fá. Voru menn almennt harð
óánægðir með þetta fyrirkomulag, sem auðsjáanlega hélt
leigu-liðum niðri og bægði þeim frá að neyta krapta sinna, sem þeir
að öðrum kosti hefðu mátt gera. Vinnukvaðirnar voru margar
og þungar, en svo var um þær, sem aðrar álögur, að þær einkum
komu niður á leiguliðum konungs og biskupsstólanna. Er þar
fyrst að telja manuslánið. Mannslán var kraíið af öllum
leigu-liðum við sjóinn. Ábúandi varð annaðhvort að fara sjálfur eða
senda mann í stað sinn til að róa í skiprúmi lánardrottins á
vetrarvertíðinni. petta var óhjákvæmileg skylda. Kæmi
maður-inn ekki varð ábúandi að gjalda vissa peningaupphæð. En nú
gat opt staðið svo á, að ómögulegt væri að uppfylla þessa kröfu,
t. d. þegar um fátækan leiguliða var að ræða, er eigi hélt
vinnu-mann og sjálfur ekki mátti skilja við heimilið. fótti þetta hin
þyngsta og óbilgjarnasta af öllum kvöðum. pá er hestlán í
kaupstaðar- og embættisferðir, opt á þeim tíma árs, er verst
gegndi, á heyannatímanum. Enn voru dagsverk um sláttinn,
stundum 2—3. "ímsar fleiri kvaðir voru heimtaðar, svo sem
húsabyggingar, torfskurður og mótak, og af leiguliðum konungs
i Gullbringusýslu var auk þessa kraflð hey handa fálkapeningi,
flutningur á konungsfiski, hrís til brenuslu á Bessastöðum og
Viðey o. fl. Og ofan á allt þetta bættist, að leiguliða var ekki
byggð jörðin nema til eins árs í senn og hann fékk einga
þókn-un fyrir jarðabætur þær, er hann gerði.

f>að liggur í augum uppi hversu mikill hnekkir þetta var
fyrir allan búskap. Engum er láandi þótt hann kynoki sér við

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free