- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
9

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

9

gjarn og stórhuga og hvarf aldrei frá því, er hjarta hans var
kært, fyrri en fullreynt var. f>ótt snauður væri, hugði hann til
utanferðar og þótti það mestur framavegur. Undanfarin sumur
hafði hann verið skrifarj hjá Benedikt lögmanni J>orsteinssyni
(varalögm. n. og a. 1717—1726, lögm. 1727—1733), og styrktist
þar í ásetningi sínum. Réð hann til utanferðar haustið 1732
með Húsavíkurskipi. Átti hann einkis styrks von, en treysti á
mátt sinn og megin og hugðist að láta auðnu ráða hversu færi.
Eptir 8 daga útivist sté hann á land í Kaupmannahöfn. En
enn var svo að sjá, sem ógæfan væri á hælum honum, því
skömmu eptir landtökuna lagðist hann í skæðri bólusótt og lá
í henni í 8 vikur og bar þess menjar æ síðan. f>ó tók hann
hið 1. próf sitt 13. dec. sama ár. En brátt komst hann að
raun um, að þeir eiga erfltt uppdráttar, er ráðast í að fara til
Kaupmannahafnar og stunda nám án þess að eiga styrks von.
Tók að sverfa svo að honum, að hann eigi sá annað ráð vænna
til að bjarga lífinu en að ráða sig í vist á skipi einu, er ætlaði
til Kína. En áður hann færi gekk hann á tal við prófessor
Gram, er þá var rektor háskólans og vinur mikill íslendinga, og
tilkynnti honum fyrirætlan sína. Prófessor Gram þekkti Skúla
dálítið og hafði haft tækifæri til að kynna sér gáfur hans og
skaplyndi og réð honum nú fastlega frá þessu ferðabraski.
Hefur honum eflaust þótt skaði í, ef Skúli gæti eigi haldið námi
sínu áfram og gert þekkingu sína og gáfur arðberandi á einhvern
hátt. Enduðu viðræður þeirra með því, að Gram bað hann leita
til Jóns Ólafssonar frá Grunnavík,1 og freista hvort hann eigi
gæti hjálpað honum neitt eða leiðbeint; skyldi han svo koma til
sín aptur og láta sig vita afdrifin. Bætti hann því við, að
bókasafn sitt stæði Skúla opið livenær sem hann vildi. Leitaði
nú Skúli til Jóns Ólafssonar og taldi honum raunir sínar, en
Jón gat enga ásjá veitt houum, vinnu vissi hann enga og sjálfur
átti hann í basli. En til þess þó eigi að láta hann með öllu
slyppan frá sér fara, þuldi Jón yfir honum nokkrar
heimspekis-klausur um karlmennsku og stöðuglyndi í mótlæti. En þótt
slíkar klausur kunni að vera fagrar og eptirbreytnisverðar, þá

Jón Grunnvíkingur (1705—1779) naut fyrstur manna styrks af
sjoði Árna Magnússonar. Gaf hann sig einkum a5 fornfræði og
dvaldi mestan hlut æfi sinnar í Kaupmannahöfn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free