- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
2

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 2

sannað, að þessi skoðun var röng. J>etta voru eigi fjörbrot
þjóðfélags, sem lá í andarstlitrunum, heldur morgunteygjur eptir
aldalangan dvala. J>jóðin var að rísa úr rotinu.

J>að var frá upphafi að þakka dugnaði og ósérplægni
ein-stakra manna, að hreyfingar þessar lifnuðu og komust á fót,
en hitt var mestmegnis hlýrri og vinveittri stjórn að þakka, að
þær ekki þegar í stað dofnuðu og sama svefnmókið aptur færðist
yfir þjóðina. Eins og líklegt má þykja, hafa ýmsir orðið til
þess að gera lítið úr þessum hreyfingum, og hafa slegið því við,
að þær sýnilega hafi lítinn ávöxt borið, þær hafi þotið upp og
dunið yfir eins og hvirfilbylur og jafnvel orðið til tjóns. En
þess ber að gæta, að þótt hvirfilbylurinn á stundum baki tjóns,
þá er þó sá einn hans kostur, að hann hreinsar til í loptinu og
rýmir til fyrir nýju, endurvöktu lífi. J>egar vel og rækilega er að
gætt, má það eigi dyljast, að hreyfingar 18. aldarinnar eru eigi
aðeins fyrirboði, heldar einnig grundvöllur hins unga íslands,
og að þær að mörgu leyti hafa rutt brautina til framfara og
uppgangs 19. aldarinnar.

J>að er efni þessarar ritgerðar að skýra rækilega frá líii
þess manns, er mestan þátt átti í að vekja þessar hreyfingar
og halda þeim við. Hann er án efa einhver sá merkasti og
einkennilegasti íslendingur, sem nokkurn tíma hefur uppi verið.
Með framúrskarandi atorku og dugnaði tók hann þegar á unga
aldri til starfa og sparaði hvorki fjör né fé til að fá máli sinu
ágengt, né heldur, — ef jeg mætti svo segja —, þrákelkni til
að berja það áfram, meðan honum vannst líf. Með fram mun
þá verða skýrt frá ástandi lands ogþjóðar, eptir því sem nauðsyn
þykir krefja.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free