- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
117

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

en hún svo óð og hamslaus vildi’ ei fylgja,
og hefur meitt sig sjálfa, að það sýnist.
Eg veit ei meira. Hennar hjónaband
veit fóstran. Nú, nú, finnist eg þá sekur
í nokkru þessu, býð eg fram í bætur
hið gamla líf mitt, litlu fyrir tímann,
að dæmast eptir dómi strangra laga.

Furst.: Þú hefur jafnan verið haldinn helgur.
Nú, Rómeós þjónn, hvað veit hann satt að segja?

Balth.: Eg flutti Rómeó fregn um andlát Júlíu;
frá Mantúu hann hleypti þá með hraða
unz hingað kom og inn að þessum grafreit;
hann bað mig færa föður sfnum brèf,
og bjó sig til að brjóta þessa hvelfing,
og kvaðst mig drepa, ef eg ekki flýði.

Furst: Fá þú mèr bijefið, eg vil sjá þess efni. —
En hvar er greifans sveinn, er sótti vörðinn?

Sveinn: Hann kom með blóm að breiða’ á leiði Júlíu
og bauð mèr standa fjarri, sem eg gjörði;
þá kemur einn með ljós að brjóta’ upp leiðið
og rètt á eptir ræðst minn herra’ á manninn,
og hljóp eg þá að hrópa’ á varðmennina.

Furst: Og brèfið sannar sögu mannsins alla,
það segir enn hann hafi keypt sèr eitur
af lyfjasala’ og ætli’ að halda hingað
og fylgja lífs og liðinn sinni Júlíu. —
Nú, miklu fjandmenn, Montag! Kapúlett!
sjá, hversu Drottinn hegnir ykkar hatri,
hann hefur ykkar gleði steypt með elsku!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free