- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
49

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

49

Það kom einhver hryllingur í mig alt í einu,
og eg hljóp inn í herbergi mitt og stakk á mig
marghleypu minni; hún hafði legið ósnert í
malsekk mínum síðan eg fór á stað.

Þegar eg kom aftur inn í bókasafnið varð
mér svo hverft við að eg fekk svíma. Greifinn
hafði kveikt á öllum silfurstjökunum áður en
hann fór, því það var farið að skyggja. Þarna
sat þá „frænka greifans“ í einum stólnum fyrir
framan ofninu. Hvítu handleggirnir hvíldu á
armslám stólsins, sjalinu hafði hún slegið frá
sér, og á bringunni, sem var ber ofan á brjóst,
glóðu briljantar eins og í fyrra skiftið, þegar
eg sá hana; hún beygði dálítið höfuðið, eins
og blóm á stofni, með gulbjarta hárinu og grísku
hárvafningunum uppi á höfðinu.

Eg hafði gert mér von um, að eg mundi
einhvern tíma finna hana aftur, og furðaði mig
stórum á því, að eg skyldi láta hana hafa þau
áhrif á mig, sem hún gerði. Eg hafði ásett
mér, að það skyldi fara öðruvísi í næsta skifti
— einkum af því greifinn hafði komið mér
í skilning um hana. Samt fór á sömu leið og
áður; eg fann til sömu tilkenninga, bæði
einhverra ónota, og einhverrar ljúfsárrar
tilkenningar. Eg herti mig upp til þess að geta
varist þessum áhrifum og tókst það nokkurn veginn.
En þegar hún sneri sér alt í einu að mér og horfði í
augu mér með þessu óviðjafnanlega augnaráði,

4

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free