- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
146

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

146 J. Jónsson: "Hringr".

sonar hans virðist þungamiðja veldis þessa hafa verið í
Vestra-Gautlandi og Víkinni, ádr en það skiptist í Svíaveldi og
Danaveldi. Sögurnar um konunga þá, er réðu fyrir þessu
ríki, hafa (líkt og saga Þjódreks mikla Austgotakonungs hjá
Þjódverjum, V. R.: Unders. i germ. Myth. I (43.) 224. bls.)
blandazt á ýmsan hátt saman við forneskjusögur um
goðkunnuga kappa ("höfuðfeðr hins germanska þjóðbálks" er
Viktor Rydberg kallar), sem áðr voru útbreiddar um öll
Norðrlönd, einkanlega er hin danska sögusögn mjög
forneskjublandin (Haraldi hilditönn slengt saman við Hadding,
föður hans við Hálfdan gamla, Ragnarssonum við
Hundingssonu (Ser. I. Run.) o. s. frv.) 1). Frægðarorð víkinganna

-

1) Saga Ívars víðfaðma kemr að vísu ekki greinilega fram hjá Saxa,
en þó virðist mega sjá margan vott til þess, að hún hafi blandazt saman
við sögu Hálfdanar bjarggrams og Hálfdanar Borgarssonar, sem eru í raun
réttri báðir sama fornhetja (o: Hálfdan gamli), með sama nafni og faðir
Ívars (Hálfdan snjalli). Nafn Ívars sjálfs sýnist jafnvel felast í "Sivarus"
hjá Saxa (VII. 359, afbakað úr Ívarr Svía-konungr? sbr. Götarus Sveonum
rex VIII. 406 = Gauta- og Svía-konungr? sbr. einnig Varinn og Svarinn,
Viðrir og Sviðrir). "Sivarus" svipar í ýmsu til Ívars; hann er kallaðr
saxneskr höfðingi, á í höggi við föður Haralds hilditannar út af konu (móður
Haralds), reynir að leggja Danaveldi undir sig, og beitir fremr vélum en
hreysti til að koma sínu máli fram, en Haraldi tekst síðar betr en honum
(sbr. Sax. VII. og "Sögubrot"). Aptr er enn fleira líkt með sögu Ívars og
sögu Hálfdanar gamla, eins og hún (einkanlega saga Hálfdanar bjarggrams:
er sögð hjá Saxa, sem sjá má af þessum samanburði:

1. Faðir Hálfdanar bjarggrams er drepinn af bróður sínum, sem
kvæntr er dóttur Svíakonungs.

Faðir Ívars víðfactma sömuleiðis.

2. Hálfdan hefnir föður síns og vinnr Svíaríki.
Ívarr sömuleiðis.

3. Hálfdan á engan erfingja heima að ríki sínu, er hann fellr frá.
Ívarr ekki heldr.

4. Hálfdan á þó frægt og kynsælt afkvæmi annars staðar.
Ívarr sömuleiðis.

(5.) Hálfdan Borgarsson er frá Skáni og á Harald hilditönn fyrir son.

Ívarr er frá Skáni og á Harald hilditönn fyrir dótturson.

(6.) Hálfdan Borgarsson er ættfaðir nýrrar konungsættar.

Ívarr sömuleiðis.

(7.) Úr því að goðsögninni um Hadding er blandað saman við sögu
Haralds hilditannar, er við því að búast, að goðsögninni um föður Haddings

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0150.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free