- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
143

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

J. Jónsson: "Hringr". 143

Upplöndum, eignuðust ríki í Dyflinni á Írlandi eptir miðja
9. öld. Að þeir Hringr og Aðils hafi verið norrænir
víkingahöfðingjar, er brotizt hafi til jarldóms á Bretlandi, fremr
en þarlendir (brezkir) höfðingjar, er Norðmenn hafi gefið
norræn nöfn (sem þeim var að vísu títt), styrkist líka af því,
að meðal smákonunga þeirra, er hyltu Eadgar Englakonung
árið 973 er nefndr Siferth (Sigfröðr), og er hann talinn ásamt
tveim oðrum (Jakob og Howel) konungr á Bretlandi (Wales,
ef til vill réttara Galloway 1)). Sýnist hann víst hafa verið
af norrænu bergi brotinn (Steenstrup: Norm. III. 200-202)
og hann ber einmitt nafn, sem ættgengt er meðal upplenzkra
höfðingja. Enn er nefndr við sömu athöfn árið 973 Jukil
(Juchill) konungr í Westmorelandi ("rex Westimariæ") 2) og
kann vera, að hann hafi heitið Jökull, og verið kynjaðr af
Upplöndum eða úr Víkinni (sbr. Jökull konungr á
Upplöndum í Þörst. sögu Vík. (Fas. II.) og Jökull sonr
Ingimundar jarls af Gautlandi í Vatnsd. (Ln. 3. 2)).

Vér höfum nú séð, að nafnið Hringr hefir á
söguöldinni einkanlega átt heima hjá höfðingja-ætt þeirri, er
kynjuð var frá Hringaríki, og það eru fullar líkur til, að
auknefnið "hringr" sé af sömu rótum runnið. Bæði Saxi og
sögur vorar votta, að Sigurðr hringr hafi verið kynjaðr frá
Noregi í aðra ættina og átt þar ríki, og þar sem hann á
dóttur Álfs konungs í Alfheimum (Sögubrot VI), niðja Álfs
ens gamla ("Hversu Nor. bygð." III), og Hervararsaga (XVI.

-

1) í einu bréfi Eadreds Englakonungs (frá árinu 955, Steenstrup: Norm.
III. 85) eru þeir nefndir saman Siferth og Jakob, eins og árið 973, en Jakob
er kallaðr (af Mathæusi af Westminster) rex Galvalliæ.

2) Skyldi ekki nafnið "Westmoreland" vera skylt fylkisnafninu
"Vestmarar" í Noregi, og mega teljast vottr þess, að víkverskir menn hafi sezt
þar að snemma á víkinga-öldinni og nefnt landið eptir átthögum sinum?
"Morcant" hefir heitið einn smákonungr frá þessum stöðvum, sem nefndr er í
bréfum frá 946-955, og kynni nafn hans að vera afbökun úr Morginn sem
er vel hugsanlegt ættnafn meðal Döglinga á Vestmörum (Dagr og Morginn
eru nefndir í "Kálfsvísu" Sæm. Edd., útg. S. B. 333-34, sbr. Dagr grenski
Sax. l. VIII. p. 380, Dagr af Vestmörum Yngl. 52 k., Hkr. 39. bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0147.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free