- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
141

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

J. Jónsson: "Hringr". 141

Hringaríki (líklega í móðurætt), og, ef til vill, alinn þar upp.
Með líkum hætti hefir Ketill raumr tekið viðrnefni sitt af
Raumsdal (Ln. 3. 2), Þorbjörn súrr líklega af Súrnadal, fremr
en af sýru (Gísl.), Ketill höðr af Haðalandi (eptir Egilssögu,
Rvík 1856, 56. k. var hann "upplenzkr at ætt" 1), Þorbjörn
kjálki (Eyrb. 25. k.) af Kjálkafirði, sem kendr er við
Geirstein kjálka landnámsmann (Ln. 2. 25), Ketill þrymr, ef til
vill, af eynni Þrumu (Fas. II. 5. V. Á.), en sjálfsagt Loðinn
öngull af eynni Öngli á Hálogalandi, sem hann var fæddr í
(Ln. 3. 17). Sbr. ennfremr: Einarr naumdæll (Ems. VI. 111.
bls. = Einarr hinn naumdælski 112. bls.), Snörtr Seldæll (Sturl.
8. 10, (Kh. 1818) III. 143). Íbúar Hringaríkis voru
kallaðir Hringar (Hkr. 480. og 606. bls.), og það er all-líklegt,
að þaðan sé dregið viðrnefni Haralds hrings landnámsmanns
(Ln. 3. 1), Erlings hrings (Fms. IX. 294), Eysteins hrings?
(Ems. IX. 313), sem báðir eru úr fylkjunum umhverfis
Víkina, ennfremr Þorbjarnar hrings? (Ems. IX. 316), og, ef til vill,
Þorkötlu hringju, konu Ásgríms hersis á Þelamörk (Ln. 5. 6).
Víst er það að minsta kosti, að Hrings-nafnið hefir snemma
verið tíðkanlegt hjá höfðingjum á Hringaríki 2), en finst
mjög óvíða annarsstaðar sem nafn út af fyrir sig, nema í
forneskjusögum og skröksögum, svo sem áðr er vikið á.

Eptir að fullkomlega áreiðanlegar sögur hefjast, finnum
vér getið Hrings konungs á Heiðmörk, er flýði land fyrir
Ólafi konungi helga, og er hann talinn sonarsonr Hrings, sonar
Haralds hárfagra og Álfhildar (Áshildar), dóttur Hrings
Dagssonar af Hringaríki. Sonr þessa Hrings konungs er
nefndr Eymundr; fór hann austr til Garðaríkis og staðfestist

-

1) Þessi orð standa ekki í útg. drs. F. J. af Eg. (Kh. 1888) 194. bls.,
enda vantar þar kafla í aðalhandritið (M.), sem nefnir Ketil "hauð", þegar
það tekr aptr við (195. bls.), en það er hann eigi nefndr í styttra handritinu
(W.), sem greindr kafli er tekinn eptir, og getr eins vel verið, að orðin:
"upplenzkr at ætt" hafi staðið í M., þótt þau vanti í W., þviað hanðrit þessi
eru ósamkynja (sjá formálann XX-XXI bls.).

2) Sbr. P. A. Munch: Norskt Månedsskrift III. 346.

arkiv för nordisk filologi x, ny följd vi. 11

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0145.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free