- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
139

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

J. Jónsson: "Hringr". 139

(Fas. II) er Hálfdan gamli, forfaðir hinna frægustu
konungaætta, talinn sonr Hrings konungs á Hringaríki 1), og bendir
slíkt á norræna sögusögn um það, að frægir þjóðhöfðingjar
í forneskju hafi átt kyn sitt að rekja til Hringaríkis, og
sama má ráða af því, að svo ant sem Saxa er um heiðr
Danmerkr, og svo lítið sem honum er um Norðmenn, þá
lætr hann þó Danmörk tvívegis í fyrndinni fá konung frá
Noregi og ætt hans staðfestast á veldisstólnum 2), fyrst son

-

1) I Hálfdanar sögu Brönufóstra (Fas. III), sem sýnist annars
ómerkilegr samsetningr, er faðir Hálfdanar nefndr Hringr konungr í Danmörk,
og vísar sumt í sögunni (sbr. Sörla saga sterka) til fornra endrminninga um
Hálfdan gamla (bardagar við jötna, drekinn Skrauti (Sax. l. V. p. 192) og
fall Hálfdanar fyrir Sörla sterka), en sumt minnir aptr á sögu Ragnars hjá
Saxa (Hlaðgerðr í Hlaðeyjum =. Hlaðgerðr á Hlöðum? Sax. l. IX. p. 442).

2) Í þessu kann að dyljast óglögg endrminning um það, að auk
Sigurðar hrings hafi annarr konungur úr Noregi (sömu ættar?) náð völdum í
Danmörku, nefnilega Guðröðr göfugláti ("veiðikonungr"), sem margt bendir
til að sé sami maðr og "Godefridus" († 810), er Einhard nefnir, og deildi
við Karl mikla (Jessen: Undersög. 60. bls., Storm: Krit. Bidr. I. 34. bls.).
Kynlegt er það að vísu, að ríki hans yfir Danmörku skúli hafa alveg gleymzt
í Noregi (og á Íslandi), en þetta mun stafa af því, að saga hans hefir að
nokkru leyti runnið saman við sögu Sigurðar hrings (og ættmanna hans)
og sézt nokkur vottr til þess í Herv. XVI. k., þar sem Ása (Haraldsdóttir
granrauða), seinni kona Guðröðar (Hkr. 40. bls.), er gjörð að móður Sigurðar
hrings (og amma Sigurðar hrings nefnd Álfhildr, er var nafn fyrri konu
Guðröðar, Hkr. s. st.). Það, sem því hefir valdið, að Sigurðr hringr rýmdi
Guðröði burt úr minni manna sem konungi í Danmörku, virðist helzt hafa
verið þetta, sem nú skal greina:

1. Báðir voru norrænir herkonungar, er lögðu undir sig Danaveldi.

2. Báðir voru frá Víkinni (Sigurðr frá Hringaríki, Guðröðr frá
Vestfold).

3. Báðir áttu konu, er hét Álfhildr og var úr Álfheimum.

4. Báðir börðust við konung, er Haraldr hét, og feldu hann.

5. Ætt Sigurðar hrings náði síðar völdum í Danmörku og staðfestist
þar, en ætt Guðröðar misti þá völdin og hvarf þaðan algjörlega.

Úr dönsku sögusögninni er Guðröðr nálega alveg horfinn (Storm: Krit.
Bidr. I. 105), en í stað hans virðist að nokkru leyti vera komin (úr sögu
Starkaðar gamla (sbr. Yngl. 29. k.) og Brávallabardagans) fornhetjan Áli hinn
frækni
, sem fekk sama dauðdaga í forneskju, og Guðröðr í sannri sögu, því
að hann er gjörðr að norrænum herkonungi frá Víkinni (syni Sigurðar af
Hringaríki með dóttur Danakonungs, og mági Ólafs trételgju?), sem verðr
hinn frægasti af víkingaferðum og er settr af Hringi Svíakonungi, systrungi
sínum, yfir nokkurn hluta Danmerkr, en leggr síðan alla Danmörk undir sig

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0143.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free