- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
160

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Jón Þorkelsson: Nekrolog öfver Guðbrandur Vigfússon

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

160 Jón Þorkelsson.

ekki felt sig við, og hafa nokkrir farið um þær allhörðum orðum og þá ekki
alténd gætt þess gagns nógsamlega, sem maðurinn var að vinna, heldur
bitið sig offast í einstök atriði. En þeim, sem digrast mæla þar í stað er
ekki annað en gera betur, það eru eingar öfgar, að það er mesta furða, að
Guðbrandi hefir ekki sézt meira yfir, en raun er á, þegar þess er gætt hve
miklu hann hefir afkastað, því altaf er hætt við að eitthvert járnið brenni,
ef mörg eru í glóðinni um sinn. Ekki síður er hitt furða, að han skyldi
eptir að hann fluttist til Englands geta haldið jafnkappsamlega áfram störfum
sínum, eptir að hann svo að segja var útilokaður frá söfnum þeim, sem
hann þurfti á að halda, því að eins og allir vita er aðalból islenzkra handrita
frá fornöldinni í Kaupmannahöfn; kom honum það þá í góðar þarfir, ad hann
hafði áður fyrri skrifað upp mart af því, sem hann þurfti á að halda; en
það sem hann vanhagaði um og vantaði varð hann að sækja til
Kaupmannahafnar; brá hann sér því þangað við og við; fyrsta ferð hans þangað
var gerð 1874, en hin síðasta í April og Mai 1887, og varði mig ekki er
við skildum þá, að eg mundi þá líta hann í hinsta skipti.

Guðbrandur Vigfússon var búinn einhverju ágætasta andlegu atgjörfi.
Hann var flugnæmur og svo stálminnugur, að fádæmum sætti, og skilning
og glöggsæi hafði hann skjótari og skýrari en flestir menn aðrir og að því
skapi var hann fljótvirkur. Hann hafði svo góða sjón, að einsdæmi eru.
Hann las með berum augum það, sem aðrir naumast sáu stafaskil á með
kemiskum hjálpar meðulum. Niðurlag Gullþóris sögu er beztur vottur þess,
auk margs annars. Hann brúkaði aldrei gleraugu, og hélt þó óskertri sjón til
dauðadags, og er það næstum óskiljanlegt, þar sem hann hafdi lagt augu
sín að og legið yfir mörgum hinum máðustu og meinlegustu handritum um
æfina. Í formálanum fyrir sinni síðustu bók, Icelandic Sagas 1887, segir
Guðbrandur sjálfur, að hann hafi handleikið hverja íslenzka skinnbók og
hvert brot af íslenzku bókfelli, er til sé á Norðrlöndum, og það hygg eg muni
ekki ýkt vera. Ef draga ætti það alt fram, sem Guðbrandur hefir séð og
fundið fyrstur manna og síðan hefir orðið að föstum viðurkendum
sannindum, yrði langur uppi. Jafnkunnugan mann íslenzkri sögu og bókmentum
hygg eg fáa verið hafa og naumast nokkurn, nema Árna Magnússon og Jón
Sigurðsson. Hann var málfræðingur að vísu ágætur, þó eg þori ekki að
jafna honum í þeirri grein við ýmsa aðra t. a. m. Dr. Konráð Gíslason og
rektor Dr. Jón þorkelsson, svo eg nefni samtída landa hans. En íslenzkt
mál skrifaði hann svo létt og svo vel, að víst mun leit á betra, og því brá
Sveinn prestur Skúlason við í Norðra 1861, og áttu þeir þó í orðahnippingum þá
hann og Guðbrandur. Hann gat þessvegna úr flokki svarað, þó honum fyndist ekki til um alt af því tagi, og gæti ekki felt sig við sumt af því, sem
hann kallaði ritkæki hjá nokkrum yngri íslendingum.

Guðbrandur Vigfússon var vel meðalmaður á hæð, en grannur. Hann
var dökkur á hár og skegg. en ljós á hörund; augun stór og grá og stillileg;
ennið bjart og mikið og augabrýr nokkuð hvassar. Hann var einkennilegur
maður um ýmsa hluti og var það forn ættarfylgja Bustfellinga. Hann var
vinfastur og fyrirgaf vinum sínum alt og sleit aldrei trygd við þá, en hann
kærði sig ekki um að vera allra vinur, og annað hygg eg hafi verið auðveldara fyrir þá, er hann þekti lítt áður, og gert höfðu á hluta hans að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0164.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free