- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
383

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði, forts. (Jon Þorkelsson) - - III. Kappakvæði Þórðar Magnússonar á Strjúgi

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Beri maður saman Allrakappakvæði, sem ort er á Vesturlandi,
og Vísnaflokk Bergsteins, sem ortur er á Suðurlandi um sama leyti
eða um miðja 16 öld, við Fjósarímu og Kappakvæði Þórðar á
Strjúgi,
sem ort eru á Norðurlandi svo sem hálfri old seinna, furðar
mann næstum á hvað miklu fleira hann þekkir af Íslendingasögum.
I Kappakvæði sínu telur hann og að eins upp Íslendinga, en í
rímunni bætir hann við úr Karlamagnús sögu. En að hann hafi þekt
ýmislegt af útlendum sögum, sést af kvæði hans: „Funa banda fróns
lind“, sem prentað er áður í riti þessu. Það eru aðeins fjórar
Íslendinga sögur, sem Allrakappakvæði og Bergsteinn nefna af þeim,
sem Þórður getur um:
1.Skáld-Helga saga eða Skáld-Helga rímur (Allrakk. 2, Kappak. 6).
2.Finnbogasaga ramma (Allrakk. 5, Kappak. 11).
3.Króka-Befs saga (Allrakk. 8, Kappak. 16).
4.Njála (Visnaflokkur Bergsteins 23-24, Kappak. 7-10, Fjósar.
40-42).
                En þessar sögur hefur Þórður fram yfir:
5.Þórðar saga hreðu (Kappak. 1, Fjósar. 44).
6.Grettla (Kappak. 2, Fjósar. 39).
7.Orms þáttur Stórólfssonar (Kappak. 3, Fjósar. 46).
8.Harðar saga Grímkelssonar (Kappak. 4).
9.Eigla (Kappak. 5, Fjósar. 52).
10.Laxdæla (Kappak. 12-13, Fjósar. 49).
11.Fóstbræðra saga (Kappak. 14-15).
12.Gísla saga Súrssonar (Kappak. 17).
13.Hallfreðar saga Vandræðaskálds (Kappak. 18, Fjósar. 47).
14.Þorsteins saga Geirnefjufóstra[1] (Kappak. 19, Fjósar. 53).
15.Víglundar saga væna (Kappak. 20, Fjósar. 48).
16.Gunnars saga Keldugnúpsfífls (Kappak. 21).
17.Eyrbyggja (Kappak. 22, 30, Fjósar. 43, 51).
18.Bandamanna saga (Kappak 24, Fjósar. 50).
19.Heiðarvíga saga (Kappak, 26-27).
20.Kormaks saga (Kappak. 26).
21.Gullþóris eða Þorskfirðinga saga (Kappak. 31).
22.Bjarnar saga Hitdælakappa (Kappak. 32).
24.Kjalnesingasaga (Kappak. 29).


Af þessu er auðséð að Þórður hefur þekt meiri hlutann af
Íslendinga sögum og þar á meðal hinar helstu. Það er eins og
honum hafi verið ókunnugast um austan- og norðan-sögurnar, eða
hann lætur ekki uppskatt, að hann þekki þær. Pó þekkir hann
ekki ýmsar sunnan-sögur, svo sem Flóamannasögu,
Gunnlaugssögu og Hænsnar-Þóris sögu. Hann nefnir heldur eigi
Ísfirðinga sögu eða Hávarðar sögu Isfirðings. Vatnsdælu hefur hann
varla þekt, þó ótrúlegt sé, því annars mundi hann hafa drepið á
hana, þar hún einmitt lá næst við fyrir hann. Það er eins, og


[1] Norskur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0387.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free