- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
282

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði, forts. (Jon Þorkelsson) - - II. Fjósaríma Þórðar Magnússonar á Strjúgi

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

282

Karlamagnus sögu; telur hann upp alla Jafningjana nema
Ivun, og mætti, ef til vill, af því ætla að það erindi vanti í,
sem hefði talið hann; en hinir eru: 1. Rollant (55), 2. Oliver
eða Olifer (56), 3. Valter eða Valtari (57), 4. Iforias eða
Iforius eða Ivorius (59), 5. Boring\vr] (59), 6. Engeler eða
Eingelier (60), 7. Tirpin erJcibislcup (62), 8. Geres eða Geires
(64), 9. Gerin eða Geirin (64), 10. Samson (65), 11. Hatun
eða Hotun eða Otun eða Hato (65), eins og erindið er
neðan-máls. Af hinum öðrum kempum Karlamagnúsar nefnir hann
Oddgeir (Olgeir) danska (58), Ansiel [Anxiel, Anxies, Auxiel,
Auxies, Angsis, Angsæis] hinn ágjarna (61), sem nefndur er í
Búnzivalsþætti, og Arnold af Berid eða Arinald af Alb aspin a
(61), sem báðir eru nefndir í Agulandsþætti. Af rithættinum
á nafninu Ansiel mætti, ef til vill ætla að Pórður hefði haft
fyrir sér handrit samkynja við AMagn Nr. 180. Fol. D (= útg.
B] og Nr. 531. 4to (= útg. b).

Ut af hinum ýmsu þáttum Karlamagnússögu hafa verið
ortar margar rímur og það enda á hinum fyrstu rímna öldum;
hefur Gustav professor Storm talið þær flestar upp í riti sínu
"Sagnkredsene om Karl den store og Didrik af Bern"
Krist-jania 1874 bis. 215-216, og má hér vísa til þess, Aðeins
vil eg geta hér einna rímna, sem hann ekki nefnir, þó þær sé
ekki garnlar, því að þær eru mjög fágætar, en það eru rímur
Ärna Böðvarssonar (d. 1777) út af Guitalins þætti; líklega
liggur til grundvallar fyrir þeim eins og rímum Guðmundar
Bergþórssonar, þýðingin úr dönsku kronikunni frá 17. old. Eg
veit þessar rímur nú að eins vera á einni bok, en það er
rímnabók Jóns Jónssonar, sem var á Elliðavatni, og á
"Skandinavisk Aktikvariat" hana nú, og hef eg feingið hana að láni
fyrir vel vild herra kand. Zahrtmanns formanns
"Antikvariat-sins". Biókin er, í tveim bindum, og er allur fyrri hluti hennar
með eiginhendi Ärna, en mestallur seinni hlutinn með hendi
Sveinbjörns á^þverfelli í Syðra-Reykjadal, og skrifar hann
sam-tíða Ärna. A bókinni eru alls 13 rímna flokkar Ärna og
Guitalins rímur (sem þar kallast: "Af Wittalins þætte") síðast.
Pær eru 12 að tölu og byrja svo:

]?að hefur verið venja hér
á voru Isa storði
fagur-gyltu Ejölnis ker
fylla á sónar b orði.

í mansöng fyrstu rímu talar hann um rímur Pórðar á Strjúgi
og Guðmundar Bergþórssonar út af þáttum Karlamagnus sögu:

[1. r.] 7. ’Agæt skáldin íssfoldar / óðar að þáttum lykla

báru sumum sögunnar / sjálfs Caroli mikla.
8. Ut af Geiplu orti skýr / og Rúnzivalsjjáttum

Þôtôur á Strjúgi, þess lofatír / þeinkir einginn smátt um.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0286.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free