- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
44

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

44

En jeg hygg, að þessi skýring megi valla vera rjett. Afglapi
merkir ekki alls vitlausan mann, heldur mann með litlu viti,
einkum þann, sem ekki kann sig í samkvæmi og samneyti
manna (smbr. Fritzner2). Nú stendur í vísunni, að þess konar
maður þyljisk um eða þrumi; en hvort sem hann gerir
heldur, þá sýnir hann einmitt þar með sitt sanna geð; til
þess þarf hann ekki sylg. Bjett hugsun fæst hjer að eins
með þvi, að taka orðin at vera uppi í sinni annari
höfuð-merking, ö: að vera þrotinn. Jeg vil minna á dæmið: er ]já
uppi hverr penningr fjárins (Mork. 62,?). Hugsunin i þessari
vísu er því þessi: "Hinn vitlitli maður, sem kemur til kynnis,
talar annaðhvort um alla heima og geima, eða þegir með
öllu; en ef hann fær nokkuð að drekka, þá er allt senn, þá
fer burtu þetta litla vit, sem hann hafði, þá verður hann með
öllu ær; þannig kemur i ljós vínsins áhrif á hannu. Smbr.
lýða lemill, og mungát lemr oði í gátum Gests blinda (upphafið).

18. er.

er jeg á sama máli um sem Müllenhoff (D. Á. V, 256).

20. og 21. er.

áleit Müllenhoff að ætti að f ella burt. En dr. Mogk hefur
fyllilega sýnt, að þau eiga einkar vel við (Zeitschr. f. deut.
Phil. XVII, 373-4), og er það án efa rjett.

22. er.

á þar á móti ekki við. Bæði á undan og eftir er verið að
tala um óvitran, ósvinnan mann, en í þessari vísu er átt
við veslan mann og illa skapi farinn, en það er allt
annað.

23. er.

fellur einkar vel við 21. er. Eins og hinn óvitri maður kann
ekki mál maga síns, eins kann hann heldur ekki mál sveins
síns. Hann kann ekki að taka lífið, eins og þess náttúrlega

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free