- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
220

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<220

jarðmyndana, hvort heldur að eldur eða vatn hafa
unnið að þeim. I fyrstu frummyndunum jarðarinnar
hafa ekki fundizt leifar lifandi hluta. Meðan
jarðskorp-an var mjög heit, gat ekkert vatn haldizt á henni,
heldur gufaði jafnóðum upp aptur, og hélzt þannig í
loptinu. Var því loptið stöðugt þykkt og drungalegt.
fullt af skýjum og raka. En smátt og smátt kólnaði
jörðin meira og meira, bæði af hitaláti sínu út i
geim-inn og af vatni því, sem sífellt helltist úr loptinu
nið-ur á hana og breyttist par í gufu. |>egar jörðin
loks-ins var orðin svo köld, að vatn gat haldizt á henni,
fór pað smátt og smátt að safnast i dældirnar, og þá
varð fyrst greining lands og lagar. En fyrst voru þó
vötn og sjór heit og uppgufunin pví ákaflega mikil.

|>ví pykkri sem jarðskorpan varð, því minna bar
á eldkröptunum að neðan, en stöðugt verkuðu peir þó
með því að hefja suma hluta, svo við það mynduðust
heilir fjallgarðar og lönd; eyjum skaut úr sjó og
aðr-ar sukku. Sumstaðar brauzt hrauneðjan upp um op
og sprungur og breiddist út yfir stór svæði og
storkn-aði síðan. J>annig mynduðust pykk lög ofan á
frum-fjöllunum og svo önnur ofan á peim o. s. frv. Vatnið
starfaði og ekki síður en eldurinn. Helliskúrir
steypt-ust úr loptinu og muldu niður fjöllin og mishæðirnar.
Vatnið fossaði niður hlíðarnar og flutti með sér
stein-dustið, sem pað losaði af fjöllunum, niður í lægðirnar.
J>ar settist pað að og myndaði leirlög. Ár og lækir
néru farveg sinn, og sjór og stöðuvötn brutu niður
strendur sínar og jöfnuðu síðan eðjunni og mölinni yfir
botninn. |>annig breyttist smátt og smátt yfirborð
jarðarinnar af áhrifum elds og vætu. Loptið gjörði og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0234.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free