- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
186

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<186

myndaða steina og óreglulega. Hinir fyr nefndu eru
byggðir eptir ákveðnum lögum og kallast kristallar,
en hinir eru ekki byggðir eptir neinu vissu lögmáli,
og hafa pví enga ákvarðaða mynd.

KristaR er sá steinn kallaður, sem takmarkast af
vissum flötum, en ummál kristallanna fer eptir tölu
flat-anna, lögun peirra og afstöðu. Kantur er par
kall-aður, sem tveir fletir mætast, en horn par, sem prír
eða fleiri fletir koma saman. Sá kristall, sem hefir
alla fleti eins, er nefndur einfaldur, en sé peir
mis-munandi, er kristallinn kallaður samsettur.
Eng-inn kristall getur haft færri en 4 fleti, pvi færri fletir
geta ekki innilokað rúm.

Kristalmynd steina er margbreytt, en pó er hún
mjög bundin við annað eðli peirra. Með pví að bera
kristalla saman og hugsa sér eina myndina leidda af
annari, hafa menn getað skipt öllum kristöllum í 6
deildir eða kerfi. Undir pau’má heimfæra alla
krist-alla, hversu ólíkir sem þeir virðast að vera. I hverju
kerfi er ein kristalmynd, sem kallast frummynd; af
henni má leiða alla kristalla , sem pví kerfi tilheyra.
En til pess að geta hugsað sér eina myndina leidda
af annari, imynda menn sér dregnar linur gegn um
kristallana frá horni, kanti eða flatarmiðju, til
mót-stæðs horns, kantar eða flatar. Linur þessar eru nefnd-

r

ar ásar. Asarnir hafa jafnan sömu stöðu innbyrðis í
öllum ki-istöllum í sama kerfi eins og peir haía í
frum-myndinni, en lengdarhlutföll þeirra eru óákveðin í
sumum kerfunum. Einn ásinn er jafnan nefndur
höf-uðás en hinir aukaásar. Sá ás, sem er ólikur hinum
að lengd og eðli, er jafnan nefndur höfuðás, en sé þeir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0200.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free