- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
161

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<161

beitu löndin i Ameriku, einkum háslétturnar í Mexí
kó, en eru ræktaðar allviða á öðrum stöðum.

Skýlublómættin (Umbellifercc). Blöðin skipt
og með stórum sliðrum; stöngullinn holur;
blómstað-an optast tvöföld skýla með reifum (þakblöðum) við
upptökin. Bikarinn er litill og stundum enginn;
krónu-blöðin 5. stundum regluleg stundum óregluleg, og 5
duptberar. Avaxtahúsið skiptist í 2 hólf, og hefir 2
stýla; neðsti hluti hvors stýls er gildur (stýlkoddi), og
gefur frá sér hunangsvökva. Ávöxturinn er
sprungu-ávöxtur me3 tveimur smáhnotum. í þeim eru
vana-lega kryddolíur og stundum eiturefni. Mörg
skýlu-blóm eru ræktuð og notuð til lækninga o. fl. — K ú m e n
(Carum Carvi) hefir hvita eða rauðleita krónu og
á-vöxt með háum rifjurn, kryddbragði og lykt. —
Snókahvönn eða geitla (Angélica silvestris) hefir
vængjaðan ávöxt. — H v ö n n (Archangelica officinalis)
er algengari hér á landi. Hún er hávaxin jurt með
margskiptum blöðum og hvítgrænni krónu. Sumir láta
rótina í brennivín og leggurinn er ætur. —
Vatns-nafli (Hydrocotyle vulgaris) er ólíkur hinum nefndu
skýlublómum, en pekkist hæglega á hinum
stjörnurifj-uðu, kringlóttu og hringtenntu blöðum. Vex helzt við
heitar uppsprettur i Reykholtsdal.

b. Krónan heil.

Hardbladsættln (Asperifoliœ). Blöðin dreifð,
opt með hvössum hárum og eins stöngullinn. Blómin
regluleg 5 skipt; sprunguávöxtur með 4 smáhnotum,
krónan optast blá. þar undir telst kattarauga
eða gleym mérei (Myosotis). J>ar af eru 3 teg-

11

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free