- Project Runeberg -  Eimreiðin / I. Ár, 1895 /
19

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Íslenzkar iðnartilraunir.



I. Iðnaðarstofnanir d Islandi á iS. öld.1

Það hefur þráfaldíega verið tekið fram bæði í ræðum og
ritum, hve ástand Islands á síðastliðinni öld var aumlegt. Svo má
að orði kveða, að allt það, er skráð finnst um ástand landsins
frá því Lauritz Gottrup i byrjun aldarinnar fór utan til þess að
reyna að sjá svo til, að á einhvern hátt yrði bætt úr neyð
íslend-inga, og til þess árið 1785, að í ráði var að flytja alla Islendinga
suður á Jótlandsheiðar, sje ein samanhangandi raunarolla. Hvervetna
ómar í eyrum barlómurinn um verzlunaráþján, eldgos, óáran og
drepsótt á mönnum og skepnum. Má því eigi saka neinn um,
þótt honum renni til rifja slík vesöld og skipi 18. öldinni i bekk
með hinum myrkustu tímabilum í sögu lands vors.

Því ber eigi að neita, að þessi algenga lýsing á ástandi
landsins á 18. öld er að mörgu leyti rjett og hefur við rök að styðjast;
þó má eigi gleyma því, að þetta er aðeins önnur hlið málsins.
Sje það rjett að taka hana fram svo skýrt og skorinort, þá er hitt
engu síður rjett, að láta hinni hliðinni bregða fyrir öðru hverju,
að minnast lífsmerkja þeirra, er finna mátti hjá þjóðinni mitt í
allri eymdinni og vesöldinni, og að geta viðreisnartilrauna þeirra,
er einstakir ættjarðarvinir ljetu sjer annt um að koma á framfæri
og studdu af alefli. Þess ber að geta jafnframt eymdinni og
ve-söldinni, að aldret hefur måske verið unnið af meiri dugnaði, elju
og ósjerplægni að framförum landsins en einmitt á þessu
tíma-bili. Hjer skal aðeins lítið eitt minnzt á iðnaðartilraunir þær, er
komust á fót á Islandi um miðbik 18. aldar, og einkum þá grein
þeirra, er snerti ullariðnað.

Flestum íslenzkum rithöfundum, er minnast á Harboe biskup
og dvöl hans á Islandi 1741—45, ber saman um, að hann hafi
átt allra manna mestan og beztan þátt í að vekja athygli
stjórnar-innar á Islandi og ástandi þess og hvetja hana til aðgjörða.
Stjórnin ljet sjer orð hans að kenningu verða og ritaði brjef
sýslu-mönnum og öðruni embættismönnum landsins og bað þá láta í

1 Rúmsins vegna sjer höf. sjer eigi fært að vitna til heimildarrita, sem þó væri
æskilegt. Aðeins skal þess getið, að ritgjörð þessi mestmegnis er byggð á
skjölum frá Skúla landfógeta Magnússyni til »Landkommissíónarinnar« og
á brjefum til stjómarinnar, sem hvorttveggja finnst á Ríkisskjalasafninu í
Kaupmannahöfh.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:00 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1895/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free